Umsögn um drög að reglugerð um velferð alifugla

Fimmtudagur, 9. október 2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
B/t Rebekku Hilmarsdóttir
Skúlagötu 4
150 Reykjavík

Reykjavík 9. október 2014

Efni: Umsögn um drög að reglugerð um velferð alifugla.

Með bréfi dagsettu 20. maí 2014 sendu Neytendasamtökin umsögn við drög að reglugerð um velferð alifugla. Eins og drögin eru nú verður ekki séð að tekið hafi verið tillit til þeirra athugasemda sem Neytendasamtökin settu þá fram. Því ítreka samtökin athugasemdir sínar og vísa í fylgibréf með þessu bréfi en þar koma upphaflegar athugasemdir fram. (Sjá fyrra bréf)

Virðingarfyllst
f.h. Neytendasamtakanna
Jóhannes Gunnarsson, formaður