Úrskurðir í efnalaugamálum

Deilt um fjárhæð bóta vegna jakkafata sem týndust við hreinsun þann 11. júní 2018.
Deilt um bótaskyldu vegna skemmda á jakkafötum af gerðinni Boss sem komu í ljós í kjölfar hreinsunar hjá Y.
Deilt um bætur vegna tjóns á úlpu við hreinsun hjá Y. Þegar sóknaraðili sótti úlpuna tók hann eftir því að hvítar rákir voru í flíkinni sem ekki var hægt að strjúka úr með rökum klút og sátu hreinsiefni eftir í efni úlpunnar, skinnið á hettunni hafði hlaupið, efnið í úlpunni upplitast og saumar orðnir hvítir.
Deilt um bætur vegna tjóns á jakkafatabuxum, rúmteppi og púðaverum í stíl við hreinsun hjá Y. Áferð jakkafatabuxnanna breyttist við hreinsunina og virtist rúmteppið og púðaverin hafa hlaupið.
Deilt um bætur vegna tjóns á kápu keyptri í verslun K í Kringlunni þann 18. júní 2016 við hreinsun hjá Y í október 2017. . Þegar kápan kom úr hreinsun kom í ljós að dökkur litur gervileðurs kápunnar hafði smitað út frá sér.
Deilt um bætur vegna tjóns á jakka við hreinsun hjá þvottahúsi. Þegar kvartandi náði í jakkann kom í ljós breið rönd þvert yfir bak jakkans.
Samkvæmt gögnum málsins fór X með Velda, Pocket Royal, Vosco yfirdýnu í hreinsun til A í nóvember 2016. A tók við yfirdýnunni til hreinsunar án athugasemda eða nánari skoðunar á yfirdýnunni. Engar þvottamerkingar voru á dýnunni og var hún sett í þvottavél og þurrkara. Þegar X kom heim með yfirdýnuna úr hreinsun kom í ljós að hún hafði hlaupið úr stærðinni 168x220 cm í 158x180 cm. Af hálfu A var X ekki gerð grein fyrir því þegar yfirdýnan var sótt að hún væri illa farin eftir þvott.
Sættir náðust áður en málið kom til úrlausnar nefndarinnar.
Kvartandi fór með nýlegan kjól til hreinsunar í efnalauginni E. Þegar kvartandi náði í kjólinn voru skemmdir á kjólnum sem virtust hafa komið fram vegna járnstykkis sem var í kjólnum.

Pages