Úrskurðir í efnalaugamálum

Kvartandi fór með nýlegan kjól til hreinsunar í efnalauginni E. Þegar kvartandi náði í kjólinn voru skemmdir á kjólnum sem virtust hafa komið fram vegna járnstykkis sem var í kjólnum.
Kvartandi fór með nokkura daga gamla dragt, n.t. kjól og jakka úr 100% silki til hreinsunar hjá Þvottahúsinu Z í október s.l. Þegar kvartandi náði í flíkurnar bað hún um að fá að líta á þær áður en hún greiddi fyrir hreinsunina og sá þá strax að mikil breyting hafði orðið á áferð efnisins ásamt því að 3 tölur á jakkanum voru brotnar.
Kvartandi fór með Paul Smith skyrtu í hreinsun hjá B. Þá segir í erindinu að þegar skyrtan hafi verið sótt hafi komið í ljós að hún var tætt undir öðrum handakrikanum. Kvartandi kvartaði strax við efnalaugina sem hélt því fram að skyrtan hafi tæst/rifnað vegna notkunar svitalyktareyðis. Kvartandi tekur fram í erindi sínu að skyrtan sé ekki mikið notuð en hún sé frá Paul Smith sem selji dýrar og vandaðar vörur.
Kvartandi fór með Burberry frakka í hreinsun hjá Y í sumar. Þegar frakkinn var sóttur kom í ljós að hann hafði hlaupið um þrjú númer og litur hefði lýst. Telur kvartandi að flíkin hafi verið þvegin en ekki hreinsuð.
Sættir náðust áður en málið kom til úrlausnar nefndarinnar
Deilt um bætur vegna meints tjóns á tveim kjólum, brúðarkjól og brúðarmeyjarkjól.
Deilt um bætur vegna meints tjóns á kjól við hreinsum
Deilt um hvort Efnalaugin hafi afhent réttar jakkafatabuxur að hreinsun lokinni
Deilt um hvort efnalaugin hafi afhent rétta skyrtu að hreinsun lokinni.
Deilt um bætur vegna meints tjóns á silkikjól við hreinsun hjá efnalaug.

Pages